Enski boltinn

Pardew hefur engar áhyggjur af samningamálum Barton

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Alan Pardew knattspyrnustjóri Newcastle hefur engar áhyggjur af þeim orðrómi að Joey Barton leikmaður liðsins sé á förum frá liðinu.
Alan Pardew knattspyrnustjóri Newcastle hefur engar áhyggjur af þeim orðrómi að Joey Barton leikmaður liðsins sé á förum frá liðinu.
Alan Pardew knattspyrnustjóri Newcastle hefur engar áhyggjur af þeim orðrómi að Joey Barton leikmaður liðsins sé á förum frá liðinu. Newcastle og umboðsmaður Bartons hafa á undanförnum vikum rætt um framtíð hans og nýjan samning en ekkert hefur komið út úr þeim viðræðum. Núgildandi samingur hans rennur út í júní á næsta ári.

Barton hefur gefið það í skyn hann muni leika út næsta tímabil og láta samninginn renna út.

„Ég hef rætt við Joey í sumar og því miður er samningsstaðan eins og hún er. Ég er alveg rólegur yfir þessu og ég held að stuttir samningar til eins eða tveggja ára verði regla frekar en undantekning í ensku úrvalsdeildinni á næstu misserum. Það getur enginn fullyrt að eftir ár geti Joey fengið betri samning en við getum boðið honum,“ sagði Pardew við staðarblað í Newcastle.

Barton hefur verið orðaður við nokkur ensk lið og þar á meðal Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×