Viðskipti erlent

Upplýsir um stærstu tölvuárás sögunnar

Í nýrri skýrslu frá tölvufyrirtækinu McAfee er greint frá því að óþekkt ríki hafi staðið fyrir umfangsmestu tölvuárás sögunnar.

Flestir eru sammála um að hið óþekkta ríki hljóti að vera Kína. Í skýrslunni kemur fram að tölvuárásinni var beint gegn 72 stjórnvöldum, samtökum og stórfyrirtækjum víða um heiminn.

McAfee sem sérhæfir sig í tölvuöryggi segir að tölvuárásin hafi staðið í fimm ár og beinst gegn ríkjum á borð við Bandaríkin, Taiwan, Indlandi og Kanada, samtökum á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðlegu olympíunefndina og ýmsum fyrirtækjum sem framleiða vopn og vopnakerfi í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×