Verjum Vallarstræti 3. júní 2011 08:00 Við sem skrifum undir þessa grein höfum verið í forystu fyrir BIN-hópnum svonefnda. Það er hópur fólks sem háð hefur baráttu undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa. Baráttan hófst þegar til stóð að færa gömul hús við Vallarstæti út á Ingólfstorg, skerða almannarými þar mjög, rífa Nasa (gamla Sjálfstæðishúsið) við Austurvöll og rjúfa allt sögulegt samhengi við strætið. Skipulagsráð Reykjavíkur hafði á sl. hausti enn til meðferðar beiðni um að leyfi fengist fyrir því að reisa fimm hæða hótel með kjallara sunnan Vallarstrætis, m.ö.o. við sunnanvert Ingólfstorg. Risahótel eða sólríkt almannarýmiHinn 15. desember 2010 fól ráðið skipulagsstjóranum í Reykjavík að undirbúa hönnunarsamkeppni um endurskoðun á skipulagi við Ingólfstorgi og í nágrenni. Markmiðið er sagt vera að „styrkja sögulegt samhengi á þessu svæði“ og þessu fögnum við enda virðist það vera í samræmi við stórmerka borgar- og húsverndarstefnu sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Þessi samþykkt var send embætti skipulagsstjórans í Reykjavík til meðferðar og væri fróðlegt að vita hvaða gildi hún hefur að mati skipulagsstjóra og hins nýja skipulagsráðs sem tók við eftir kosningar á sl. ári. Í samþykkt núverandi ráðs er gert ráð fyrir að hönnuð verði hótelbygging við sunnanvert torgið og er ætlað fyrir um hana í hönnunarsamkeppninni sem áformuð er. Miðað við þær forsendur, sem áður hafa verið kynntar, fyrir stærð fyrirhugaðs hótels við Ingólfstorg, eigum við bágt með að sjá að sögulegu samhengi verði ekki raskað með hótelbyggingunni og óttumst að því verði umturnað með öllu þannig að nýbyggingar beri hinar gömlu ofurliði. Þá mun risahótel á þessum stað rýra stórlega almannarými í miðborginni, m.a. með skuggavarpi á torgið. Við tölum hiklaust um risahótel enda þykir okkur einsýnt að hin nýja hótelbygging við Vallarstræti muni verða tengd gömlu húsum Landsímans, með frekari hótelnotkun fyrir augum, og tengd með brú við hótel sem unnið er að um þessar mundir í Austurstræti. Slíkt risahótel á þessum viðkvæma stað myndi skapa mikil vandamál í umferð og aðkeyrslu og þrengja mjög að allri starfsemi Alþingis við Austurvöll. Margt má bætaElsti borgarhlutinn með sínar þröngu götur og söguríku byggingar er viðkvæmt svæði sem þolir illa stórar nýbyggingar, ekki síst risahótel sem kallar á stóraukna umferð. Við ítrekum því fyrri tillögu okkar um friðun timburhúsa við sunnanvert Ingólfstorg og Thorvaldsensstræti enda teljum við að hin gömlu og merku hús sem þar standa eigi að hafa forgang og fyrsta rétt. Við erum að sjálfsögðu hlynnt því að þessi gömlu hús verði lagfærð á ýmsan hátt og endurbætt, til dæmis stækkuð í sama stíl, ef það þykir henta. Okkur er annt um að rými á Ingólfstorgi verði ekki skert enda er það helsta torg Reykjavíkur. Hins vegar þyrfti að auka aðdráttarafl þess fyrir almenning, til dæmis með því að lyfta því og hafa í einum fleti og nýta sólríkasta hluta þess að norðanverðu miklu betur til útivistar. Látum reyna á hvort fram komi skaðabótakröfurVið teljum að við endurskoðun skipulags og endurbætur á Ingólfstorgi verði að fylgja rækilega ofangreindri borgar- og húsverndarstefnu Reykjavíkur sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Deiliskipulagið sem gildir samræmist engan veginn þessari stefnu skipulagsráðs. Við skorum á borgaryfirvöld að líta fram hjá hinu úrelta deiliskipulagi og láta á það reyna hvort fram komi skaðabótakröfur og hvort þær standist fyrir dómstólum, gangi mál svo langt. Björn B. Björnsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Helgi Þorláksson, Halla Bogadóttir, Eiríkur G. Guðmundsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Sjá meira
Við sem skrifum undir þessa grein höfum verið í forystu fyrir BIN-hópnum svonefnda. Það er hópur fólks sem háð hefur baráttu undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa. Baráttan hófst þegar til stóð að færa gömul hús við Vallarstæti út á Ingólfstorg, skerða almannarými þar mjög, rífa Nasa (gamla Sjálfstæðishúsið) við Austurvöll og rjúfa allt sögulegt samhengi við strætið. Skipulagsráð Reykjavíkur hafði á sl. hausti enn til meðferðar beiðni um að leyfi fengist fyrir því að reisa fimm hæða hótel með kjallara sunnan Vallarstrætis, m.ö.o. við sunnanvert Ingólfstorg. Risahótel eða sólríkt almannarýmiHinn 15. desember 2010 fól ráðið skipulagsstjóranum í Reykjavík að undirbúa hönnunarsamkeppni um endurskoðun á skipulagi við Ingólfstorgi og í nágrenni. Markmiðið er sagt vera að „styrkja sögulegt samhengi á þessu svæði“ og þessu fögnum við enda virðist það vera í samræmi við stórmerka borgar- og húsverndarstefnu sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Þessi samþykkt var send embætti skipulagsstjórans í Reykjavík til meðferðar og væri fróðlegt að vita hvaða gildi hún hefur að mati skipulagsstjóra og hins nýja skipulagsráðs sem tók við eftir kosningar á sl. ári. Í samþykkt núverandi ráðs er gert ráð fyrir að hönnuð verði hótelbygging við sunnanvert torgið og er ætlað fyrir um hana í hönnunarsamkeppninni sem áformuð er. Miðað við þær forsendur, sem áður hafa verið kynntar, fyrir stærð fyrirhugaðs hótels við Ingólfstorg, eigum við bágt með að sjá að sögulegu samhengi verði ekki raskað með hótelbyggingunni og óttumst að því verði umturnað með öllu þannig að nýbyggingar beri hinar gömlu ofurliði. Þá mun risahótel á þessum stað rýra stórlega almannarými í miðborginni, m.a. með skuggavarpi á torgið. Við tölum hiklaust um risahótel enda þykir okkur einsýnt að hin nýja hótelbygging við Vallarstræti muni verða tengd gömlu húsum Landsímans, með frekari hótelnotkun fyrir augum, og tengd með brú við hótel sem unnið er að um þessar mundir í Austurstræti. Slíkt risahótel á þessum viðkvæma stað myndi skapa mikil vandamál í umferð og aðkeyrslu og þrengja mjög að allri starfsemi Alþingis við Austurvöll. Margt má bætaElsti borgarhlutinn með sínar þröngu götur og söguríku byggingar er viðkvæmt svæði sem þolir illa stórar nýbyggingar, ekki síst risahótel sem kallar á stóraukna umferð. Við ítrekum því fyrri tillögu okkar um friðun timburhúsa við sunnanvert Ingólfstorg og Thorvaldsensstræti enda teljum við að hin gömlu og merku hús sem þar standa eigi að hafa forgang og fyrsta rétt. Við erum að sjálfsögðu hlynnt því að þessi gömlu hús verði lagfærð á ýmsan hátt og endurbætt, til dæmis stækkuð í sama stíl, ef það þykir henta. Okkur er annt um að rými á Ingólfstorgi verði ekki skert enda er það helsta torg Reykjavíkur. Hins vegar þyrfti að auka aðdráttarafl þess fyrir almenning, til dæmis með því að lyfta því og hafa í einum fleti og nýta sólríkasta hluta þess að norðanverðu miklu betur til útivistar. Látum reyna á hvort fram komi skaðabótakröfurVið teljum að við endurskoðun skipulags og endurbætur á Ingólfstorgi verði að fylgja rækilega ofangreindri borgar- og húsverndarstefnu Reykjavíkur sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Deiliskipulagið sem gildir samræmist engan veginn þessari stefnu skipulagsráðs. Við skorum á borgaryfirvöld að líta fram hjá hinu úrelta deiliskipulagi og láta á það reyna hvort fram komi skaðabótakröfur og hvort þær standist fyrir dómstólum, gangi mál svo langt. Björn B. Björnsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Helgi Þorláksson, Halla Bogadóttir, Eiríkur G. Guðmundsson.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar