Enski boltinn

Evans frá í tvær vikur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND:NORDICPHOTOS/GETTYS
Jonny Evans leikur ekki með Manchester United næstu tvær vikurnar og enn lengist þar með meiðslalisti varnarmanna ensku meistaranna.

Evans var eini leikfæri miðvörður Manchester United gegn Wigan í dag og þurfti hann að fara af leikvelli í hálfleik. Það kom ekki að sök því Manchester United vann leikinn 5-0.

„Jonny þurfti að fara meiddur af leikvelli. Hann er meiddur á kálfa og verður frá í tvær vikur,“ sagði Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United eftir leikinn í dag.

„Þetta hefur verið martröð síðustu daga, Phil Jones og Chris Smalling eru báðir veikir. Rio Ferdinand er meiddur á baki og Jonny Evans þurfti að koma útaf í hálfleik. Þetta setur ákveðna pressu á okkur,“ sagði Sir Alex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×