Handbolti

Afturelding komin 1-0 yfir á móti Stjörnunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Afturelding steig eitt skref í átt að því að halda sæti sínu í N1 deild karla í handbolta þegar liðið vann 28-27 sigur á Stjörnunni í fyrsta úrslitaleik liðanna um sæti í N1 deild karla á næsta tímabili. Mosfellingar eru þar með komnir í 1-0 en tvo sigra þarf til að tryggja sér sætið í úrvalsdeildinni.

Afturelding var einu marki undir í hálfleik, 15-16, en tókst að tryggja sér sigurinn í seinni hálfleik. Jóhann Jóhannsson skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins.

Mosfellingar hafa þar með unnið alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni en þeir hafa unnið þá alla með aðeins eins marks mun.





Afturelding-Stjarnan 28-27 (15-16)Mörk Aftureldningar: Hilmar Stefánsson 5, Bjarni Aron Þórðarson 5, Sverrir Hermannsson 4, Þrándur Gíslason 3,  Reynir Ingi Árnason 3, Jóhann Jóhannsson 3, Arnar Freyr Theódórsson 3, Ásgeir Jónsson 2.

Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Ingi Halldórsson 8, Eyþór Már Magnússon  8, Tandri Már Konráðsson 5, Bjarni Jónasson 3, Elvar Örn Jónsson 2, Finnur Jónsson    1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×