Viðskipti erlent

SAAB í miklum vandræðum

Bílaframleiðandinn SAAB er á barmi gjaldþrots og keppast stjórnendur nú við að selja eignir til þess að halda fyrirtækinu á floti. Framleiðsla hefur nær algjörlega stöðvast í aðalverksmiðju SAAB í Svíþjóð síðasta mánuðinn en um 2000 manns vinna í verksmiðjunni. Ástæða framleiðslustöðvunarinnar er sú að birgjar hafa ekki fengið greitt fyrir íhluti í bílana.

SAAB var lengi í eigu GM en þessi fornfrægi bílaframleiðandi var tekinn yfir af hollenska fyrirtækinu Spyker í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×