Erlent

Áhyggjur vegna brúðkaupsmótmæla

Óli Tynes skrifar
Það eru ekki allir jafn hrifnir af umstanginu.
Það eru ekki allir jafn hrifnir af umstanginu.
Breska lögreglan hefur áhyggjur af tveim hópum sem vilja hafa sig í frammi þegar Vilhjálmur prins og Kate Middleton gifta sig á föstudaginn. Annarsvegar eru það samtök múslima sem kalla sig Múslimar gegn krossferðum. Þau sætta sig ekki við skilyrði sem lögreglan hefur sett fyrir því að þau fái leyfi til mótmælastöðu.

 

Samtökin eru ósátt við að fá ekki að mótmæla utan við kirkjuna meðan vígslan stendur yfir. Þau hafa haft í hótunum á heimasíðu sinni og ráðlagt prinsunum Vilhjálmi og Harry að vera á varðbergi. Hinsvegar eru samtök sem kalla sig Varðsveit Englands. Þau segjast munu binda enda á öll mótmæli múslimanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×