Lífið

Frönsk hátíð í ellefta sinn

Opnunarmynd franskrar kvikmyndahátíðar er gamanmyndin Potiche.
Opnunarmynd franskrar kvikmyndahátíðar er gamanmyndin Potiche.

Frönsk kvikmyndahátíð verður haldin í ellefta sinn 21. janúar til 3. febrúar í Háskólabíói. Dagana 12. til 16. febrúar verður hún í Borgarbíói á Akureyri.

Opnunarmyndin er gamanmyndin Bara húsmóðir með Catherine Deneuve og Gérard Depardieu í aðalhlutverkum. Nokkur þemu verða á hátíðinni að þessu sinni. Kvikmyndirnar Velkomin, Eins og hinir, Stúlkan í lestinni og kanadíska myndin Lífslöngun fjalla um málefni minnihlutahópa, ýmist í gríni eða alvöru. Myndirnar Leyndarmál og Hvítar lygar fjalla um ástir, lygar og margbreytileika mannlegra samskipta.

Luc Besson Á mynd á Franskri kvikmyndahátíð í næstu viku.
Skrifstofur Guðs er mynd sem fjallar um félagsmál og tilvonandi mæður með frumlegum hætti og Ævintýri Adèle Blanc-Sec í leikstjórn Luc Besson byggir á vinsælum teiknimyndasögum eftir Jacques Tardi. Loks má nefna hina sögufrægu frönsku nýbylgjumynd Lafmóður frá 1960 eftir Jean-Luc Godard. Allar myndirnar eru með enskum texta, fyrir utan Ævintýri Adèle Blanc-Sec og Hvítar lygar sem eru með íslenskum texta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.