Innlent

Stikuðu tugi kílómetra gönguleiða

Guðmundur Árnason landvörður við göngustiku efst í Tvílitaskarði sunnan við Skrauta.
Guðmundur Árnason landvörður við göngustiku efst í Tvílitaskarði sunnan við Skrauta.
Tugir kílómetra gönguleiða voru stikaðir og merktir í Vonarskarði og nágrenni í sumar. „Það var mikið verk að ganga með stikurnar og setja þær niður en frábært að vera úti við og vinna þetta þarfa verk,“ segir Gunnar Njálsson, landvörður í Nýjadal á Sprengisandi, sem vann verkið ásamt Guðmundi Árnasyni landverði auk sjálfboðaliða frá Veraldarvinum og Ingimar Eydal landverði.

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ákvað að loka fyrir akstur á farartækjum gegnum Vonarskarð og var þá ákveðið að setja upp merkt bílastæði við Valafell að austanverðu og Kolufell að sunnanverðu og stika gönguleiðir inn í Vonarskarð.

Gunnar getur þess að samkvæmt stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs sé gert ráð fyrir nýjum gistiskála við Svarthöfða og Kolufell sunnan Vonarskarðs og við Valafell norðan Vonarskarðs. Eiga skálarnir að vera aðgengilegir bílaumferð og göngufólki.

Að sögn Gunnars vonast landverðirnir til þess að ný hefð og nýr ferðamáti skapist á þessum slóðum við breyttar aðstæður. Þeir benda á að ekki megi aka í gegnum Vonarskarð að vetri til nema jörð sé örugglega frosin.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×