Innlent

Verkfallsaðgerðir halda áfram í fyrramálið

Verkfallsaðgerðir flugvirkja halda áfram í fyrramálið eftir árangurslausan samningafund hjá ríkissáttasemjara í dag. Annar fundur hefur verið boðaður á morgun.

Fyrr í vikunni sleit ríkissáttasemjari samningaviðræðum og síðan þá hafa flugvirkjar tvisvar lagt niður störf í fjóra tíma í senn með tilheyrandi töfum fyrir flugfarþega á Keflavíkurflugvelli og víðar. Nú síðast í morgun. Síðasta vinnustöðvun fyrir verkfallið sem boðað hefur verið þann 20 júní verður í fyrramálið, en ríkissáttasemjari kallaði deiluaðila á sinn fund í dag í von um að hægt væri að komast að samkonulagi. Fundinum lauk fyrir fréttir án þess að vöfflujárnið væri dregið fram en annar samningafundur hefur verið boðaður klukkan tvö á morgun.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ber en töluvert á milli flugvirkja og Icelandair, þeir síðarnefndu segjast hafa boðið sambærilegar hækkanir og aðrir atvinnurekendur en flugvirkjar hafa sagt að kjaradeilan snúist um meira en tölur og launatöflur.

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru meðallaun flugvirkja hjá Icelandair á bilinu 650 til 700 þúsund krónur á mánuði með yfirvinnu og vaktaálagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×