Innlent

Manndráp af gáleysi: Dómur þyngdur verulega

Ölvunarakstur. Myndin er úr safni.
Ölvunarakstur. Myndin er úr safni.
Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi um mitt síðasta ári. Maðurinn ók ölvaður á vitlausum vegarhelmingi á Grindavíkurvegi í maí 2009 og lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Maðurinn var sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis þegar slysið varð.

Maðurinn slasaðist talsvert við áreksturinn en ökumaður hinnar bifreiðarinnar lést. Í dómnum kemur fram að maðurinn gekkst við sök undanbragðalaust og játaði þær sakir sem bornar voru á hann í ákæru.

Hæstiréttur lítur svo á að því maðurinn hafi með stórkostlega háskalegri háttsemi sinni valdið dauða annars manns, en sá dæmdi var bæði mjög ölvaður umrætt sinn og að auki sviptur ökurétti. Þá var einnig litið til sakaferils mannsins, en hann hafði áður verið dæmdur fyrir að aka ölvaður og án ökuréttar.

Þótti Hæstarétti því réttast að dæma manninn í níu mánaða fangelsi og ekki þótti ástæða til þess að skilorðsbinda dóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×