Veiði

Veiðasaga úr Hvíta

Karl Lúðvíksson skrifar
Það leynist víða fiskur í Hvítá í Árnessýslu
Það leynist víða fiskur í Hvítá í Árnessýslu
Við fengum aðra skemmtilega veiðisögu senda frá veiðimanni sem óskaði nafnleyndar, þetta er einn af skemmtilegri mönnum sem menn geta veitt með en hann er líklega ekki stoltur af þessum hrakningum.   Hér flýtur sagan:

"Fór eitt sinn til veiða í Hvítá í Árnessýslu og hafði aldrei komið þangað áður. Ég varð bara ekkert var og vissi í raun lítið hvert átti að kasta, enda áin vel lituð og ekkert skyggni ofan í ána. Ég reyndi spúninn og fluguna en ekkert gekk. Prófaði þá maðkinn og setti bæði sökku og flotholt – þar sem óvissan um dýpt var ansi mikil. Ekki vildi betur til en að allt varð fast áður en ég fékk við nokkuð ráðið og á endanum sitnaði línan með flotinu og öllu út í ánni.

Ég græjaði stöngina aftur og nú gekk betur að kasta. Ég veiddi mig niður ánna um 100 metra en varð því miður ekkert var. Þar sem ég er alveg að gefast upp á að reyna sé ég hver flotholtið kemur fljótandi niður ána. Ég ákvað að ná því í land enda mikil verðmæti í flotholtinuJ. Ég kastið á flotið og náði að krækja í línuna og byrjaði að draga í land. Ekki gekk það mótstöðulaust því það var fiskur á hinum endanum. Hafði þá tekið beituna eftir allt saman. Ég náði öllu á land, floti, sökku og fiski. Þetta var eini fiskurinn (flottur 3 punda silungur, mjólkurhvítur) sem veiddist á stangirnar tvær þennan dag".

Við þökkum veiðimanninum fyrir þessa frétt og óskum honum farsældar og gæfu við bakkana í sumar :)






×