Innlent

Öskufok í allt sumar?

Enn er mikið öskufok á Suðurlandi.
Enn er mikið öskufok á Suðurlandi.
"Ég hugsa að við séum að fara að standa í þessu í allt sumar" segir Þorsteinn Kristinsson, lögreglumaður á Kirkjubæjarklaustri, um öskufokið sem enn heldur áfram að gera íbúum á svæðinu lífið leitt.

Hann segir að þó svo askan fjúki upp í vindi, þá fari hún ekki langt en það sjáist hvað best á þeirri staðreynd að askan úr Eyjafjallajökli sé enn að fjúka um svæðið ásamt nýju öskunni úr Grímsvötnum. Ekki sér til fjalla á svæðinu en skyggni er nú um nokkur hundruð metrar þar sem það er verst.

Þorsteinn segir allt svæðið gífurlega þurrt og mikil þörf sé á rigningu. Hann spyr svo að lokum hvort Íslendingar séu ekki tilbúnir til að hjálpa Sunnlendingum með því að stíga einn góðan regndans?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×