Innlent

Sáttafundur í deilu flugvirkja

Mynd/AFP
Samningamenn Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins komu saman í húsnæði Ríkissáttasemjara um tvöleytið í dag vegna deilu flugvirkja hjá Icelandair við Samtök atvinnulífsins. Fundurinn stendur enn yfir, að sögn Magnúsar Péturssonar ríkissáttasemjara. Hann sá ekki ástæðu til að kalla samningamenn Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair saman til funda í gær þar sem kjaradeilan var í hnút.

Vinnustöðvun flugvirkja tók gildi í gær og raskaði öllu flugi Icelandair og aftur í dag þar sem annað verkfall flugvirkja hófst klukkan sex í morgun og stóð í fjórar klukkustundir. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lýst þungum áhyggjum yfir deilunni og óttast að hún muni letja erlenda ferðamenn til að koma til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×