Innlent

Vísindagarðar og hátt í 300 stúdentaíbúðir

Byggðin verður tvær og hálf til fjórar hæðir, þar sem að fjórða hæðin er inndregin, með þéttu og borgarmiðuðu gatnakerfi.
Byggðin verður tvær og hálf til fjórar hæðir, þar sem að fjórða hæðin er inndregin, með þéttu og borgarmiðuðu gatnakerfi.
Borgarráð hefur samþykkt breytingar á aðalskipulagi borgarinnar vegna háskólasvæðisins þar sem gert er ráð fyrir að þétt byggð rís með allt að 300 stúdentaíbúðum, starfsemi Háskóla Íslands og Vísindagörðum. Um er að ræða um uppbyggingu á um 74 þúsund fermetra lóð sem afmarkast af Eggertsgötu, Oddagötu og Sturlugötu.

„Tillagan að deiliskipulagi fyrir stúdenta og vísindagarða felur í sér mikilvæg markmið góðrar borgarþróunar," segir í tilkynningu frá borginni. „Byggðin sem rís verður þétt en lágreist með góðum almenningsrýmum, torgi og innigörðum. Þessi byggð styttir vegalengdir fyrir stúdenta og því verður þörf fyrir bílaumferð og bílastæði í lágmarki. Byggðin býr því yfir mikilvægum vistvænum kostum auk þess sem hún gerir þekkingarfyrirtækjum kleift að koma sé fyrir á háskólasvæðinu. Með þessu skipulagi er stigið skref til að gera Reykjavík vistvænni og efla hana sem þekkingarborg."



Lóðin sem um er að ræða afmarkast af Eggertsgötu, Oddagötu og Sturlugötu.
Byggðin verður tvær og hálf til fjórar hæðir, þar sem að fjórða hæðin er inndregin, með þéttu og borgarmiðuðu gatnakerfi. Gert er ráð fyrir allt að 300 stúdentaíbúðum í görðum Félagsstofnunar stúdenta á svæðinu meðfram Oddagötu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×