Innlent

Gengu brattar hlíðar vegna skipsstrands

Einn maður var um borð og ekkert amaði að honum. Myndin er úr safni.
Einn maður var um borð og ekkert amaði að honum. Myndin er úr safni. Mynd/Daníel Rúnarsson
Björgunarsveitir frá Tálknafirði, Patreksfirði og Bíldudal ásamt björgunarskipinu Verði voru kallaðar út um hálf ellefu í morgun eftir að hjálparbeiðni barst frá bát sem strandaði skammt utan við Tálknafjörð nánar tiltekið við Mölvík.

Björgunarsveitarmenn fóru á staðinn bæði frá sjó og landleiðina en þeir þurftu að ganga um 6 kílómetra leið um mjög brattar hlíðar þar sem leiðin er algjörlega ófær ökutækjum, að því er fram kemur í tilkynnningu frá Landsbjörg. Einn maður var um borð og ekkert amaði að honum. Björgunarsveitarmenn komu línu í bátinn sem var dreginn út af björgunarskipinu Verði sem er á leið með bátinn til hafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×