Innlent

Ferðamenn festa sig ítrekað á hálendinu

Björgunarsveit að störfum. Myndin er úr safni.
Björgunarsveit að störfum. Myndin er úr safni.
Flugbjörgunarsveitin á Hellu hefur staðið í ströngu þessa vikuna en þeir hafa þurft að aðstoða erlenda ferðamenn á hálendinu á hverjum degi síðan aðfaranótt mánudags.

„Það þarf nú engan heilvita mann  til þess að sjá að vegirnir þarna eru ekki færir,“ segir Árni Kristjánsson, varaformaður flugbjörgunarsveitarinnar en hann segir að sveitin hafi þurft að sækja ferðamenn í Landmannalaugar og við Frostastaðavatn og á fleiri stöðum.

Í eitt skiptið hafði ferðamaður yfirgefið bílinn sinn sem var pikkfastur í Landmannalaugum. ferðamaðurinn gekk þá alla leið niður að Galtalæk.

„Hann hefur gengið tugi kílómetra,“ segir Árni en svo virðist sem ferðamenn átti sig ekki fyllilega á færðinni, sem er reyndar óvanalega slæm miðað við árstíma. Ferðamaðurinn var orðinn verulega þrekaður þegar björgunarsveitin hafði loksins upp á honum.

Árni segir að það þurfi engan sérfræðing til þess að átta sig á því að vegirnir eru illfærir. Vegirnir eru merktir með einu skilti sem gefur til kynna að það sé ófært.

„En það virðist ekki duga, það er spurning að strengja bara keðju fyrir veginn svo fólk átti sig á þessu,“ segir Árni sem man ekki í svipan eftir öðru eins annríki við að aðstoða ferðamenn á hálendinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×