Innlent

Eldur í spónaverksmiðju - starfsmenn björguðu deginum

Mikill viðbúnaður var vegna eldsvoðans, enda var útlitið svart til að byrja með.
Mikill viðbúnaður var vegna eldsvoðans, enda var útlitið svart til að byrja með. Mynd / Kristófer Helgason.
Eldur kviknaði í spónaverksmiðju í Hveragerði í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni vantað ekki eldsmatinn og því talsverð hætta á ferð.

Það var þó fyrir snarræði starfsmanna að eldurinn náði aldrei að læsa sig í nærliggjandi spæni. Starfsmönnum tókst að ná tökum á eldinum og slökkviliðið tók svo við.

Litlar skemmdir urðu vegna eldsins og eru starfsmenn nú að þrífa verksmiðjuna. Áætlað er að hún opni svo aftur síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×