Innlent

Listasprengja í miðbænum á morgun

Það verður mikið um að vera í miðbæ Reykjavíkur á milli 12 og 14 á morgun.
Það verður mikið um að vera í miðbæ Reykjavíkur á milli 12 og 14 á morgun.
Á morgun, föstudaginn 10. júní, munu listahópar á vegum Hins Hússins halda út á götur Reykjavíkur og standa fyrir ýmsum uppákomum til að lífga upp á sumarið. Um er að ræða sjálfstæð verkefni ungs listafólks sem starfar með stuðningi Hins Hússins í sumar.



Bach dúettar og flautuverk verða flutt í Landakotskirkju, dansarar verða á ferð um Laugaveginn, Austurvöll og Ingólfstorg, í Austurstræti verður hægt að sjá ljóðabrot og tilvitnanir eftir íslensk skáld rituð á göturnar og raftónlist verður spiluð á Lækjartorgi. Þá verður hægt að fylgjast með byggingu á hljóðkastala úr pappakössum í Mæðragarðinum og svala forvitni sinni um veggjalist á Frakkastígnum.



Þá munu vegfarendur á Laugaveginum geta hlýtt á lifandi tónlist og notið gjörninga. Annars vegar mun fara fram gjörningur byggður á íslensku þjóðsögunni Álfaskartið og hins vegar verður staðalímynd konunnar könnuð nánar í glugganum á Rokki og rósum þar sem fjórar vörur verða til sýnis.



Uppákomurnar eru einu nafni kallaðar Föstudagsfiðrildi og munu herlegheitin standa yfir á milli 12 og 14 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×