Innlent

Bæjarstjórn Grindavíkur ályktar gegn minna kvótafrumvarpinu

Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýnir þau vinnubrögð Alþingis vegna minna kvótafrumvarpsins svonefnda.

Bæjarstjórnin fundaði í gær og samþykkti ályktun þar sem skorað er á Alþingi að keyra ekki svo viðkvæmt og umdeilt mál í gegnum þingið á síðustu klukkustundunum í ágreiningi, heldur gefa sér meiri tíma til að ná almennri sátt um málið.

„Flutningur veiðiheimilda í byggðakvóta og strandveiði frá Grindavík mun hafa mjög neikvæð áhrif á atvinnustig í bæjarfélaginu. Fleiri tugir starfa munu glatast verði breytingarnar að veruleika. Atvinnuástand á Suðurnesjum er vel þekkt og má samfélagið ekki við því að höggin verði skörð í þá atvinnuvegi sem þó standa styrkum stoðum á svæðinu og skapa hundruði starfa.

Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á Alþingi Íslendinga að vega ekki að hagsmunum sjávarbyggða með þessum hætti, heldur hafa það að markmiði við endurskoðun þeirra reglna sem gilda í sjávarútvegi að þær styrki sjávarútveginn í heild sinni," segir í tilkynningu frá bæjarstjórn Grindavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×