Innlent

Bönd í blöðrum oft varasöm

Blöðrur Löng bönd í blöðrum geta verið varasöm börnum.Fréttablaðið/Hörður
Blöðrur Löng bönd í blöðrum geta verið varasöm börnum.Fréttablaðið/Hörður
Bönd í blöðrum geta verið varasöm fyrir börn. Neytendastofa vill benda foreldrum á að nú þegar 17. júní og fleiri hátíðarhöld fara að ganga í garð, að huga vel að öryggi barna sinna.

Á gasblöðrur eru gjarnan sett gjafabönd sem stundum eru nær óslítanleg. Oft eru blöðrurnar bundnar við barnvagna eða úlnliði barna. Neytendastofa segir þetta geta skapað hættu, þar sem börn geta vafið böndunum um háls sér með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Forráðamönnum er bent á að blöðrur ætti alls ekki binda við vöggu, rúm eða handleggi barna eða þar sem börn eru að leik án eftirlits.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×