Innlent

Vopnaðist sporjárni til að drepa

Lögregla að störfum Maður hótaði fimm lögreglumönnum líkamsmeiðingum og lífláti. Fréttablaðið/ANton
Lögregla að störfum Maður hótaði fimm lögreglumönnum líkamsmeiðingum og lífláti. Fréttablaðið/ANton
Tæplega þrítugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi eftir að hafa hótað fimm lögreglumönnum og lækni lífláti. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 22. júní. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn í gær.

Lögregla hafði upphaflega haft afskipti af manninum vegna ölvunaraksturs og aksturs án réttinda. Hann var handtekinn eftir að hafa fest bíl sinn. Maðurinn kastaði stórum steini að einum lögreglumannanna og sagði að sporjárn sem hann hafði sótt á heimili sitt ætlaði hann að nota til að drepa einn lögreglumannanna. Sporjárnið datt úr vasa mannsins við handtökuna. Að auki kvaðst maðurinn smitaður af lifrarbólgu C og HIV og hótaði við handtökuna að smita lögreglumennina.

Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á Eskifirði kemur fram að maðurinn eigi í raun ekki í nein hús að venda þar sem foreldrar hans hafi neitað að taka við honum aftur. Hann hefur frá árinu 2000 til júní 2010 sautján sinnum hlotið dóma, meðal annars fyrir auðgunarbrot, ofbeldi og frelsissviptingu. Hann var síðast látinn laus í maí.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×