Innlent

Harma fækkun kvenna í valda- og áhrifastöðum innan VG

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,
Femínistafélag Íslands harmar fækkun kvenna í valda- og áhrifastöðum innan Vinstri grænna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Femínistafélaginu. Þar segir að það hljóti að vera á skjön við stefnu VG í jafnréttismálum að víkja Guðfríði Lilju úr embætti þingflokksformanns þegar hún kom til baka úr fæðingarorlofi og það sé ekki í anda núgildandi fæðingarorlofslaga.

En Árni Þór Sigurðsson var kosinn þingflokksformaður á fundi þingflokksins á dögunum og vann þar Guðfríði Lilju sem var að koma úr barneignarleyfi.

„Þrátt fyrir að Vinstri Grænir kenni sig við kvenfrelsisstefnu og kynjahlutföll í þingflokkinum séu nánast jöfn, þá virðist öðru gilda þegar valdastólum er úthlutað,“ segir í tilkynningu frá FÍ.

Þar segir að foreldrar eigi að geta gengið að stöfum sínum vísum þegar að fæðingarorlofi lýkur. „Öðrum kosti er stoðum kippt undan starfsöryggi þeirra sem kjósa að fara í fæðingarorlof. Þessi ákvörðun grefur því undan hugmyndum um jafnrétti og kvenfrelsi sem liggja að baki fæðingarorlofslögunum,“ segir ennfremur í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×