Innlent

Skammar ríkisstjórn Bretlands fyrir að níðast á Íslendingum

Erlendir fjölmiðlar héldu áfram að fjalla um Icesave málið í dag. Forseti Íslands var harðorður um matsfyrirtækið Moodys í viðtali við Bloomberg fréttastöðina.

Margir fjölmiðlar segja almennt frá atkvæðagreiðslunni í dag og viðbrögðum breskra og hollenskra stjórnvalda. Breskir fjölmiðlar sýna hins vegar mjög blendnar tilfinningar til útkomunnar.

Stjórnmálaskýrandi Telegraph skammar núverandi stjórn Bretlands fyrir að níðast á Íslendingum á meðan leiðarahöfundur Daily Mirror vill fá hvert einasta pund endurgreitt með vöxtum.

Þá var Forseti Íslands í viðtali við Bloomberg fréttastöðina og gagnrýndi hann þar meðal annars harðlega frammistöðu matsfyrirtækisins Moodys.

„Ferill Moody's við mat sitt á Íslandi er í raun fyrir neðan allar hellur því þegar bankarnir áttu í vök að verjast gaf Moody's þeim AAA í lánshæfi. Moody's ætti virkilega að leiða hugann að því að erlend stórfyrirtæki á borð við Rio Tinto, Alcoa og önnur vilja nú fjárfesta á Íslandi fyrir stórfé," sagði Ólafur Ragnar.

Pistil Peters Oborne stjórnmálaskýranda Telegraph er hægt að lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×