Innlent

Bílrúður sprungu og fjárhús fauk - tjónið víða en hvergi alvarlegt

Óveður. Mynd úr safni.
Óveður. Mynd úr safni.
Tvö hundruð björgunarsveitarmenn, hið minnsta, sinntu á fjórða hundrað beiðnum um aðstoð á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi frá því síðdegis í gær og langt fram á kvöld.

Áratuga gömul tré brotnuðu eða rifnuðu upp með rótum. Svalahurðir fuku upp og brotnuðu. Þakplötur losnuðu og fuku, rúður brotnuðu, lausir hlutir fuku til, en þrátt fyrir met fjölda útkalla, varð óvíða stórtjón.

Þó varð mikið tjón þegar fjárhús fauk nánast í heilu lagi í Borgarfirði og kindurnar stóðu  á gólfinu þegar björgunarmenn bar að.

Þá rifnaði stórt gat á vegg viðhaldsskýlis Icelandair á Keflavíkurflugvelli og rúður brotnuðu í  mörgum bílum, bæði vegna þrýstings og malarfoks.

Óveðrið skall á Akureyri um miðnætti og þar varð eitthvað fok, en ekki alvarlegt. Lögreglumönnum þykir með ólíkindum að engin skuli hafa meiðst í öllum látunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×