Lífið

Ekkert megrunarkjaftæði

Borghildur Sverrisdóttir stofnandi HeilsuAsks veit hvað hún syngur þegar kemur að mataræði en hún hefur starfað sem þolfimikennari og heilsupistlahöfundur í rúm 7 ár.

Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Borghildur hvað hún bauð viðskiptavinum sínum upp á í gær en hún leggur áherslu á skynsamar og gómsætar lausnir til að ná tökum á mataræðinu.

HeilsuAskur inniheldur morgunverð, hádegisverð og kvöldverð ásamt tveimur millibitum. Hver HeilsuAskur er persónusniðinn en stærð máltíða og magn hvers Asks byggir á persónulegum forsendum hvers og eins sem settar eru inn í reiknilíkan á vefsíðunni MatAskur.is. Þá er haft sérstaklega í huga hæð, þyngd, kyn, aldur, hreyfing á viku og markmið; það er hvort fólk vill grennast eða hvort það vill standa í stað í þyngd.

HeilsuAskur.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×