Viðskipti innlent

Buiter: Fjármálakerfið má ekki verða stærra en ríkið

MH og JHH skrifar
Willem Buiter hélt ræðu á ráðstefnunni í morgun.
Willem Buiter hélt ræðu á ráðstefnunni í morgun. mynd/ afp.
Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, segir ótrúlegt hvernig sú staða sem olli efnahagshruninu á Íslandi hafi geta skapast í svo litlu landi eins og Íslandi. Þetta sagði hann á ráðstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda sem fram fer í Hörpu í dag. Buiter segir það augljóst að eitthvað glæpsamlegt hafi gerst hér.

Buiter segir það grundvallaratriði að leyfa ekki fjármálakerfinu að verða stærra en ríkið ræður við. Þá eigi ekki að leyfa húsnæðislán í erlendri mynt. Buiter er kannski þekktastur á Íslandi fyrir að hafa skrifað skýrslu um íslenska bankakerfið fyrir Landsbankann í aðdraganda efnahagshrunsins. Stjórnendur bankans voru sakaðir um að hafa stungið þeirri skýrslu undir stól.

Buiter er einn margra erlendra sérfræðinga sem eru staddir hér á landi til þess að fara yfir stöðuna á Íslandi eftir efnahagshrunið. Í morgun var birt myndskeið þar sem Joseph Stiglitz, prófessor í hagfræði og nóbelsverðlaunahafi, flutti erindi. Hann sagði að það hefði verið rétt hjá Íslendingum að hafna Icesave skuldbindingunum.

Við minnum á twitterfærslunar á Vísi þar sem stöðugt eru birtar nýjustu fréttir frá ráðstefnunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×