Sálarlaus gereyðing Viggó Ingimar Jónasson skrifar 27. október 2011 06:00 Breytingar Nýi leikurinn í Ratchet & Clank-seríunni er ekki eins góður og fyrri leikirnir. Tölvuleikur: Ratchet & Clank: All 4 One Insomniac Games Ratchet & Clank er leikjasería sem á sér marga aðdáendur. Sumir elska leikina fyrir nánast „Pixar-legt" útlitið, aðrir fyrir skemmtilegasta úrval vopna sem fyrirfinnst í tölvuleik og enn aðrir fyrir skemmtilega spilun sem höfðar jafnt til barna og fullorðna. Í Ratchet & Clank: All 4 One eru a.m.k. tvö af fyrrnefndum atriðum enn til staðar. Leikurinn er gullfallegur í þeim skrautlega teiknimyndastíl sem einkennir Ratchet & Clank-leikina. Vopnin eru skemmtilega furðuleg og standa vel undir þeim væntingum sem þriðja heims einræðisherra gæti haft til gereyðingarvopna. All 4 One er allt öðruvísi en fyrri leikir í seríunni og það er ekki víst að þær breytingar sem gerðar voru á leiknum séu af hinu góða. Nú er allt kapp lagt á fjölspilun, en allt að fjórir geta spilað saman í gegnum leikinn, annað hvort á sömu tölvunni eða í gegnum netið. Menn keppast við að ná sem flestum peningum og safna saman exótískum dýrum á meðan barist er við ógrynni óvina. Þetta er allt gott og blessað en þetta fyrirkomulag hefur á einhvern hátt rifið sálina úr leiknum. Sem dæmi má nefna að í fyrri leikjum snerist allt um að nota vopn á sem frumlegastan máta til að drepa óvinina. Nú er þess nánast krafist af leiknum að allir leikmenn séu að nota sama vopn til að geta afgreitt óvinina á sómasamlegan máta. Þetta gerir það að verkum að leikurinn verður nánast vélrænn og því miður svolítið einhæfur. Þegar síðasti Ratchet & Clank-leikur kom út sagði undirritaður að serían væri farin að staðna aðeins og kannski væri tími til að breyta aðeins formúlunni. Það er líklega of seint að taka þau orð til baka. Ratchet & Clank: All 4 One er alls ekki slæmur leikur, það er hægt að skemmta sér ágætlega í fjölspilun en takmörkuð gervigreind tölvustýrðra samherja gerir það að verkum að einstaklingsspilun er pirrandi á köflum. Niðurstaða: Fínn leikur en samanborið við fyrri leiki seríunnar er hann afskaplega takmarkaður. Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tölvuleikur: Ratchet & Clank: All 4 One Insomniac Games Ratchet & Clank er leikjasería sem á sér marga aðdáendur. Sumir elska leikina fyrir nánast „Pixar-legt" útlitið, aðrir fyrir skemmtilegasta úrval vopna sem fyrirfinnst í tölvuleik og enn aðrir fyrir skemmtilega spilun sem höfðar jafnt til barna og fullorðna. Í Ratchet & Clank: All 4 One eru a.m.k. tvö af fyrrnefndum atriðum enn til staðar. Leikurinn er gullfallegur í þeim skrautlega teiknimyndastíl sem einkennir Ratchet & Clank-leikina. Vopnin eru skemmtilega furðuleg og standa vel undir þeim væntingum sem þriðja heims einræðisherra gæti haft til gereyðingarvopna. All 4 One er allt öðruvísi en fyrri leikir í seríunni og það er ekki víst að þær breytingar sem gerðar voru á leiknum séu af hinu góða. Nú er allt kapp lagt á fjölspilun, en allt að fjórir geta spilað saman í gegnum leikinn, annað hvort á sömu tölvunni eða í gegnum netið. Menn keppast við að ná sem flestum peningum og safna saman exótískum dýrum á meðan barist er við ógrynni óvina. Þetta er allt gott og blessað en þetta fyrirkomulag hefur á einhvern hátt rifið sálina úr leiknum. Sem dæmi má nefna að í fyrri leikjum snerist allt um að nota vopn á sem frumlegastan máta til að drepa óvinina. Nú er þess nánast krafist af leiknum að allir leikmenn séu að nota sama vopn til að geta afgreitt óvinina á sómasamlegan máta. Þetta gerir það að verkum að leikurinn verður nánast vélrænn og því miður svolítið einhæfur. Þegar síðasti Ratchet & Clank-leikur kom út sagði undirritaður að serían væri farin að staðna aðeins og kannski væri tími til að breyta aðeins formúlunni. Það er líklega of seint að taka þau orð til baka. Ratchet & Clank: All 4 One er alls ekki slæmur leikur, það er hægt að skemmta sér ágætlega í fjölspilun en takmörkuð gervigreind tölvustýrðra samherja gerir það að verkum að einstaklingsspilun er pirrandi á köflum. Niðurstaða: Fínn leikur en samanborið við fyrri leiki seríunnar er hann afskaplega takmarkaður.
Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira