Innlent

Mótmælin eru hættumerki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sú staðreynd að þúsundir manna telji sig ár eftir ár tilbúna til þess að mótmæla í hörðum mótmælum við þingsetningu er hættumerki sem okkur ber öllum að taka alvarlega, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis í dag.

„Þetta er áminning um að endurreisn felst ekki bara í aðgerðum á sviði efnahagslífs- og fjármála," sagði Ólafur Ragnar. Það þyrftu einnig að koma til lýðræðisumbætur. Hann sagði að þingið sem nú kæmi til starfa yrði að hafa þetta hugfast og skapa sátt við þjóðina. Nýliðin þing hafi unnið að þessu og sú vegferð hafi falið meðal annars í sér þjóðfund og störf sérstakrar stjórnlaganefndar.

Hann sagði að þessi málatilbúnaður hafi verið umfangsmikill enda nemi kostnaðurinn rúmum hálfum milljarði króna. Stjórnlagaráðið hafi nú skilað tillögum sínum til forseta Alþingis og Alþingi myndi taka þær til skoðunar.

Ólafur Ragnar sagði að tillögur stjórnlagaráðs fælu meðal annars í sér tillögur um mun valdameiri forseta. Það væru mikil tíðindi í því.

Smelltu á „Horfa á myndskeið með frétt" til að horfa á útsendinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×