Tveir bandarískir ríkisborgarar og meðlimir í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum voru í gær vegnir í Jemen. Bandarískar orrustuþotur gerðu árásir á bílalest mannanna.
Annar mannanna var Anwar al-Awlaki, íslamskur klerkur sem hvatt hefur til árása á Bandaríkin. Hinn hét Samir Khan. Hann hélt úti herskárri síðu á netinu þar sem hvatt var til árása.
Barack Obama Bandaríkjaforseti fagnaði í gær drápi mannanna tveggja og sagði það þungt högg fyrir al-Kaída samtökin.- bj

