Erlent

Fundu fíkniefnaverksmiðju neðanjarðar

Fíkniefnaverksmiðja
Fíkniefnaverksmiðja Mynd úr safni
Mexíkóski herinn fann nýlega umfangsmikla metamfetamín-verksmiðju Sinaloa í Mexíkó. Það voru hermenn sem fundu verksmiðjuna faldna undir laufblöðum við reglubundið eftirlit á svæðinu.

Yfirvöld segja að verksmiðjan hafi verið neðanjarðar, á um fjögurra metra dýpi, og um 100 fermetrar á stærð. En þar inni fundust þrjár stórar vélar ásamt öðrum verkfærum sem notuð eru við framleiðslu á efninu og einnig ílát sem rúma um 5000 lítra af efnum. Þá fannst klæðnaður sem notaður er þegar fíkniefni sem þetta er framleitt.

Ekki liggur fyrir hversu mikið, eða hversu mikla framleiðslugetu, verksmiðja getur framleitt og þá hafa yfirvöld ekki gefið út hvort að einhver hafi verið handtekinn í tengslum við málið.

Þetta er í annað skiptið í þessum mánuði sem fíkniefnaverksmiðja finnst neðanjarðar í Mexíkó.

Hægt er að sjá myndband af verksmiðjunni með því að smella á þennan hlekk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×