Erlent

Var látinn draga múrstein með limnum

Frá höfuðborginni Dahka. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá höfuðborginni Dahka. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Úr safni
Þær er heldur óvenjulegar refsingarnar sem yfirvöld í Bangladesh beita þegna sína þegar þeir brjóta af sér og fékk einn borgari að kynnast því á dögunum.

Hann var látinn ganga í gegnum þorpið sitt nakinn með múrstein bundinn við liminn á sér. Ástæðan: Hann rændi tólf ára stúlku frá foreldrum sínum og giftist henni. Stúlkan náði að strjúka frá honum og sagði foreldrum sínum frá því sem gerðist. Foreldranir höfðu svo samband við yfirvöld sem ákvörðuðu refsinguna.

Fréttaveitan AFP greinir frá málinu en maðurinn er þrítugur. Um tvö hundruð manns fylgdu honum eftir í einhvers konar skrúðgöngu í litlum bæ um 30 kílómetrum frá höfuðborginni Dhaka.

Lögreglan rannsakar nú málið því samkvæmt lögum í landinu, sem og annars staðar, eiga yfirvöld ekki að ákveða refsingar fyrir brotamenn heldur dómstólar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×