Enski boltinn

Fengu að heilsa upp á leikmenn Man. Utd í liðsrútunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Búlgarskir stuðningsmenn Man. Utd, sem búa í Seattle, duttu heldur betur í lukkupottinn þegar Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, bauð þeim að heilsa upp á leikmenn í liðsrútunni.

Fólkið hafði staðið á sama stað í nokkra daga og veifað rútunni er hún stoppaði óvænt og hurðin opnaðist.

Fólkið fékk að fara inn og fá eiginhandaráritanir. Eins og sést á þessu óborganlega myndbandi voru leikmenn félagsins misánægðir með þessa ákvörðun sjórans.

Búlgarska fólkið var þó eðlilega himinlifandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×