Erlent

Stríðsglæpamaður fær að hitta fjölskylduna fyrir framsal

Árið 2004 var gefin út ákæra á hendur Hadzic fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, þar á meðal morð og pyntingar. Hann var handtekinn í gær.
Árið 2004 var gefin út ákæra á hendur Hadzic fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, þar á meðal morð og pyntingar. Hann var handtekinn í gær. Mynd/AP
Goran Hadzic, fyrrum leiðtogi króatískra Serba, verður að öllum líkindum framseldur til Stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðana í Haag á morgun. Áður en það gerist fær hann að hitta fjölskyldu sína.

Hadzic sem var handtekinn í gær var síðasti flóttamaðurinn á lista Sameinuðu þjóðanna yfir eftirlýsta stríðsglæpamenn frá því í stríðinu á Balkanskaga á fyrri hluta tíunda áratugarins.

Alþjóðasamfélagið hefur á síðustu árum lagt hart að serbneskum yfirvöldum að handsama þá sem ákærðir hafa verið. Fyrir tveimur mánuðum var serbneski hershöfðinginn Rako Mladic handtekinn og þá standa yfir réttarhöld yfir Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu- Serba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×