Körfubolti

Kobe í viðræðum við Besiktas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tyrkneska félagið Besiktas er í viðræðum við umboðsmenn Kobe Bryant en Bryant er opinn fyrir því að spila í Evrópu á meðan það er verkbann í NBA-deildinni.

Forráðamenn Besiktas hafa staðfest þessar sögusagnir. Liðið hefur þegar samið við Deron Williams, leikmann New Jersey Nets.

Besiktas er ansi langt frá því að hafa efni á Kobe. Stórstjarnan vill fá eina milljón dollara í mánaðarlaun en Besiktas hefur ekki efni á að greiða meira en 500 þúsund dollara á mánuði.

Félagið leitar því að styrktaraðilum þessa dagana svo félagið geti samið við Kobe.

Besiktas er ekki óvant því að vera með stórstjörnur á sínum snærum en Allen Iverson lék með liðinu á síðustu leiktíð.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×