Enski boltinn

Everton hafnaði tilboði Arsenal í Jagielka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Phil Jagielka.
Phil Jagielka.
Everton hefur hafnað tíu milljón punda tilboði Arsenal í varnarmanninn Phil Jagielka. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er í leit að miðverði.

Hermt er að Evertin muni ekki hlusta á tilboð undir 20 milljónum punda. Þetta lélega tilboð Arsenal kemur sérstaklega á óvart í ljósi þess að félagið bauð 12 milljónir punda í leikmanninn fyrir ári síðan.

Jagielka hefur staðið sig afar vel með Everton síðan hann kom til félagsins frá Sheff. Utd árið 2007. Þá kostaði hann 4 milljónir punda.

Varnarmaðurinn skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við Everton í mars síðastliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×