Innlent

Ákvörðun um ákæru tekin innan skamms

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi á Sogni.
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi á Sogni. mynd/ valli.
Rannsókn lögreglu á andláti ungrar konu sem var ekið með í farangursgeymslu fólksbifreiðar á Landspítalann í Fossvogi í vor er lokið.

Eftir að konan lést var barnsfaðir hennar strax grunaður um að bera ábyrgð á andláti hennar. Málið hefur verið sent til ríkissaksóknara, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Eftir því sem Vísir kemst næst mun ákvörðun um ákæru verða tekin í byrjun ágúst. Maðurinn, sem grunaður er um verknaðinn, sætir nú gæsluvarðhaldi á réttargeðdeildinni að Sogni.

Þá er rannsókn lögreglunnar á andláti barns, sem fannst látið í ruslagámi við Hótel Frón á Laugavegi, langt komin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×