Enski boltinn

Tevez mun bera virðingu fyrir Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kia Joorabchian, umboðsmaður Carlos Tevez, segir að skjólstæðingur sinn muni virða Man. City þó svo hann komist ekki frá félaginu eins og hann reynir nú að gera.

Tevez var nálægt því að komast til Corinthians en City vildi fá meira fyrir leikmanninn en Corinthians var til í að greiða. City er talið vilja fá 50 milljónir punda fyrir leikmanninn.

"Hann er enn leikmaður Man. City. Hann mun virða það. Það verður líka þannig þar til annað kemur í ljós," sagði umboðsmaðurinn umdeildi.

"Það var gott boð á borðinu og vantaði lítið upp á að það gengi í gegn. Því miður gerðist það ekki. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist. Carlos er farinn í frí og við sjáum hvernig staðan verður eftir fríið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×