Enski boltinn

Bent ætlar ekki að yfirgefa Aston Villa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Aston Villa eru orðnir langþreyttir á að sjá bestu leikmenn liðsins selda frá félaginu á hverju ári. Þeir geta þó huggað sig við við að Darren Bent hefur ekki í hyggju af yfirgefa félagið.

Framherjinn kom til Villa á síðasta tímabili og stóð sig vel. Hann skoraði 16 mörk og sannaði að hann væri virði þeirra 24 milljón punda sem félagið greiddi fyrir hann.

"Það er skiljanlegt að Stewart og Ashley hafi farið enda eru Man. Utd og Liverpool risaklúbbar. Ég er aftur á móti mjög hamingjusamur hérna. Aston Villa er frábært félag," sagði Bent.

"Ég er til í að vera hér lengi. Ég vil taka þátt í uppbyggingu félagsins og vonandi gengur vel í vetur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×