Enski boltinn

Milner ætlar að berjast fyrir sæti sínu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
James Milner, leikmaður Man. City, segir ekkert vera hæft í þeim sögusögnum að hann sé að reyna að komast frá félaginu. Milner segist vera klár í að berjast fyrir sæti sínu hjá liðinu.

Milner átti ekki fast sæti í liði City á síðustu leiktíð.

"Þetta er stórt tímabil fyrir mig. Það getur tekið tíma að finna sig hjá nýju félagi. Nú vil ég ná fótfestu og sanna fyrir fólki að ég sé nógu góður til þess að spila með þessu liði," sagði Milner.

"Eina ástæðan fyrir því að ég kom hingað var til þess að vinna titla. Við náðum einum á síðustu leiktíð og það sannaði fyrir mér að ég gerði rétt í því að koma hingað. Þegar ferlinum lýkur vill maður sjá skápinn fullan af bikurum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×