Innlent

Norsk loðnuskip landa á Norðfirði og Eskifirði

Fjögur norsk loðnuskip eru nú á leið til landsins til að landa afla sínum á Norðfirði og Eskifirði.

Aflann fengu þau í grænlenskri lögsögu norður af Vestfjörðum og er loðnan úr sameiginlegum stofni Íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga.

Að minnsta kosti 20 norsk skip eru þar að veiðum, en loðnuveiðar í íslenskri lögsögu hefjast ekki fyrr en í haust. Þá er búist við góðri vertíð því árgangurinn, sem mun bera uppi veiðarnar, hefur mælst óvenju sterkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×