Erlent

Offitusjúklingar glíma við mjólkurfíkn

Yfir helmingur þeirra sem glíma við mjög alvarleg offituvandamál þjáist af mjólkurfíkn eða eru háðir mjólkurvörum.

Þetta kemur fram í blaðinu Politken í dag þar sem rætt er við Birgitte Hansen næringarsérfræðing hjá Livstilslinjen við Struerskólann um málið. Hún segir að um helmingur þess fólks sem vegur 150 kíló eða meira drekki mjólk og rjóma í lítratali á hverjum degi og borði fleiri kíló af öðrum mjólkurvörum eins og jógúrt og rjómaís.

Birgitte Hansen segir að fólk hafi lært að mjólk er holl en hún sé það vissulega ekki í svo miklu magni á hverjum degi. Hansen segir að ekki sé til nein vísindaleg skýring á þessari fíkn hjá þeim sem glíma við alvarleg offituvandamál. Sumir eru svo langt gengnir að þeir vakna upp um miðjar nætur til að svolgra í sig mjólk í lítravís.

Fnuggeline samtök kvenna sem þjást af offitu í Danmörku þekkja þetta vandamál. Karen Bak formaður Fnuggeline segir að hún sjái marga mjólkurfíkla í störfum sínum fyrir samtökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×