Beinagrindurnar rúlla úr skápum Amagerbanken 7. febrúar 2011 10:19 Tölurnar um hugsanlegt tap vegna gjaldþrots Amagerbanken fara hækkandi eftir því sem líður á morguninn. Nú er talið að tapið geti numið allt að 9 milljörðum danskra kr. eða vel yfir 180 milljarða kr. Í umfjöllun Jyllands Posten um málið undir fyrirsögninni „Beinagrindurnar rúlla út úr Amagebanken" segir að tæplega 170 lánasamninga bankans og viðskiptavina hans þurfi að rannsaka nánar. Þetta kom fram á blaðamannafundi í morgun sem Niels Heering stjórnarformaður bankans efndi til. Heering tók við embættinu í nóvember s.l. en síðan hafa fjórir aðilar utan bankans verið fengnir til að kanna lán bankans og veðin að baki þeim. Langstæsti hluti lánanna var til fasteignafélaga. Heering tók sem dæmi 300 milljón danskra kr. lán sem Amagerbanken veitt einum viðskiptavina sinna árið 2009. Aðeins þremur mánuðum síðar átti viðskiptavinurinn í erfiðleikum með að borga af láninu. „Þetta er dæmi um ranga viðskiptavini sem allt of mikið var af í Amagerbanken," segir Heering og bætir því við að aðrir bankar höfðu áður hafnað lánaóskum frá þessum viðskiptavinum. Í máli Heering kom fram hörð gagnrýni á fyrri stjórn og bankastjóra Amagerbanken. Hann segir þá hafa verið lélega fagmenn sem tóku alltof mikla áhættu í tengslum við lánveitingar sínar til fasteignafélaga. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tölurnar um hugsanlegt tap vegna gjaldþrots Amagerbanken fara hækkandi eftir því sem líður á morguninn. Nú er talið að tapið geti numið allt að 9 milljörðum danskra kr. eða vel yfir 180 milljarða kr. Í umfjöllun Jyllands Posten um málið undir fyrirsögninni „Beinagrindurnar rúlla út úr Amagebanken" segir að tæplega 170 lánasamninga bankans og viðskiptavina hans þurfi að rannsaka nánar. Þetta kom fram á blaðamannafundi í morgun sem Niels Heering stjórnarformaður bankans efndi til. Heering tók við embættinu í nóvember s.l. en síðan hafa fjórir aðilar utan bankans verið fengnir til að kanna lán bankans og veðin að baki þeim. Langstæsti hluti lánanna var til fasteignafélaga. Heering tók sem dæmi 300 milljón danskra kr. lán sem Amagerbanken veitt einum viðskiptavina sinna árið 2009. Aðeins þremur mánuðum síðar átti viðskiptavinurinn í erfiðleikum með að borga af láninu. „Þetta er dæmi um ranga viðskiptavini sem allt of mikið var af í Amagerbanken," segir Heering og bætir því við að aðrir bankar höfðu áður hafnað lánaóskum frá þessum viðskiptavinum. Í máli Heering kom fram hörð gagnrýni á fyrri stjórn og bankastjóra Amagerbanken. Hann segir þá hafa verið lélega fagmenn sem tóku alltof mikla áhættu í tengslum við lánveitingar sínar til fasteignafélaga.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira