Enski boltinn

Enskur rappari slær í gegn með lagi um Mario Balotelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mario Balotelli er einn af knattspyrnumönnum ársins 2011, bæði vegna frammistöðu hans innan vallar sem og uppátækja hans utan vallarins.

Klikkunin náði hámarki þegar hann skoraði fyrsta markið í 6-1 sigri Manchester City á Manchester United í haust og fagnaði með því að sýna bol með áletruninni „Why always me?"

Þá var hann nýbúinn að komast í fréttirnar fyrir að hafa kveikt í íbúð sinni vegna þess að hann og félagar hans voru að leika sér með flugelda inn á baðherbergi.

Rapparinn Tinchy Stryder gaf út lag nú fyrir jólin sem heitir einfaldlega Mario Balotelli. Viðlagið er grípandi: „Why always me? Why always me? Why always me? Mario Balotelli."

Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að hlusta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×