Hjarta í ökuskírteinið Margrét S. Sölvadóttir skrifar 28. desember 2011 06:00 Það er yndislegt að fá að koma heim í jólafrí þegar maður býr ekki lengur á landinu kalda. Hvergi í heiminum er jólalegra eða hátíðlegra en á Íslandi á jólum. Íslendingar kunna að halda jól betur en nokkrar aðrar þjóðir að mínu mati. Svo á það svo vel við að hafa jólasnjóinn sem gerir birtu jólaljósanna enn fallegri. Mér finnst líka að það ríki einstök samkennd og hlýja í garð náungans á jólunum á Íslandi. Já, þetta er mín upplifun í hvert sinn sem ég kem til að halda jól hér heima. Íslendingar eru líka fyrstir þjóða til að taka upp nýjungar, eða það segi ég öllum erlendum vinum og kunningjum sem spyrja mikið um land og þjóð. Ég var því svolítið undrandi þegar við umræður við vini mína hér um líffæragjafir kom í ljós að ekki er búið að taka upp þann sið hér á landi að spyrja nýja ökuskírteinishafa hvort þeir vilji gerast líffæragjafi. Þetta er gert í Bandaríkjunum og er þá sett lítið rautt hjarta í eitt horn ökuskírteinisins sem segir allt sem þarf við slíkar aðstæður. Í Bandaríkjunum er ökuskírteinið mikið notað sem persónuskilríki og nægir það t.d. þegar flogið er á milli fylkja, svo allir sem hafa bílpróf ganga með það á sér. Þegar fólk verður fyrir slysi er gott að vita strax hvað má gera ef viðkomandi hefur það ekki af og þá er allt til reiðu til að bjarga öðrum mannslífum. Líka hlýtur það að vera auðveldara fyrir aðstandendur ef slíkt hefur verið ákveðið af gjafanum sjálfum. Það er líka einhvern veginn svo auðveld ákvörðun að taka, þegar maður er spurður við endurnýjun ökuskírteinis hvort maður vilji vera líffæragjafi. Það fannst mér og ég er viss um að það muni mörgum finnast og þá er þessi ákvörðun staðfest. Ég vil leggja það til að þeir sem um þessi mál sjá setji þá reglu að umsækjandi ökuskíteinis sé spurður hvort hann vilji vera líffæragjafi og fá lítið sætt hjarta í hornið á ökuskírteininu sínu, sem ef til vill gæti bjargað mörgum mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er yndislegt að fá að koma heim í jólafrí þegar maður býr ekki lengur á landinu kalda. Hvergi í heiminum er jólalegra eða hátíðlegra en á Íslandi á jólum. Íslendingar kunna að halda jól betur en nokkrar aðrar þjóðir að mínu mati. Svo á það svo vel við að hafa jólasnjóinn sem gerir birtu jólaljósanna enn fallegri. Mér finnst líka að það ríki einstök samkennd og hlýja í garð náungans á jólunum á Íslandi. Já, þetta er mín upplifun í hvert sinn sem ég kem til að halda jól hér heima. Íslendingar eru líka fyrstir þjóða til að taka upp nýjungar, eða það segi ég öllum erlendum vinum og kunningjum sem spyrja mikið um land og þjóð. Ég var því svolítið undrandi þegar við umræður við vini mína hér um líffæragjafir kom í ljós að ekki er búið að taka upp þann sið hér á landi að spyrja nýja ökuskírteinishafa hvort þeir vilji gerast líffæragjafi. Þetta er gert í Bandaríkjunum og er þá sett lítið rautt hjarta í eitt horn ökuskírteinisins sem segir allt sem þarf við slíkar aðstæður. Í Bandaríkjunum er ökuskírteinið mikið notað sem persónuskilríki og nægir það t.d. þegar flogið er á milli fylkja, svo allir sem hafa bílpróf ganga með það á sér. Þegar fólk verður fyrir slysi er gott að vita strax hvað má gera ef viðkomandi hefur það ekki af og þá er allt til reiðu til að bjarga öðrum mannslífum. Líka hlýtur það að vera auðveldara fyrir aðstandendur ef slíkt hefur verið ákveðið af gjafanum sjálfum. Það er líka einhvern veginn svo auðveld ákvörðun að taka, þegar maður er spurður við endurnýjun ökuskírteinis hvort maður vilji vera líffæragjafi. Það fannst mér og ég er viss um að það muni mörgum finnast og þá er þessi ákvörðun staðfest. Ég vil leggja það til að þeir sem um þessi mál sjá setji þá reglu að umsækjandi ökuskíteinis sé spurður hvort hann vilji vera líffæragjafi og fá lítið sætt hjarta í hornið á ökuskírteininu sínu, sem ef til vill gæti bjargað mörgum mannslífum.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar