Innlent

Kvikmyndaskólinn ekki rekstrarhæfur

Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands
Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands Mynd úr safni
Kvikmyndaskóli Íslands hefur ekki sýnt fram á að hann geti uppfyllt skilyrði reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi að því er rekstrarhæfi varðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Þar segir einnig að ráðuneytið geti ekki mælt með auknum ríkisframlögum til Kvikmyndaskóla Íslands og hefur Ríkisendurskoðun komist að sömu niðurstöðu meðan svo mikil óvissa ríkir um rekstur skólans. Þá telur Ríkisendurskoðun að rétt sé að ráðist verði í sérstaka úttekt á því hvernig farið hefur verið með framlag ríkisins til skólans.

Í ljósi þessa er ekki unnt að ganga til samninga við skólann um hækkun á fjárframlögum til hans meðan svo mikil óvissa ríkir um reksturinn.

Forsvarsmönnum skólans hefur verið kynnt afstöðuna. Ráðherra áréttaði að skólinn hefði  skuldindingar gagnvart nemendum og óskaði eftir svörum hvernig hann hygðist standa við þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×