Fótbolti

Tottenham pakkaði Hearts saman

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór, til hægri, í leik með Hearts fyrr á tímabilinu. Hann kom ekkert við sögu í kvöld.
Eggert Gunnþór, til hægri, í leik með Hearts fyrr á tímabilinu. Hann kom ekkert við sögu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Tottenham er svo gott sem öruggt áfram í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA eftir 5-0 útisigur á skoska liðinu Hearts í fyrri leik liðanna í forkeppninni í kvöld.

Rafael van der Vaart, Jermain Defoe, Jake Livermore, Gareth Bale og Aaron Lennon skoruðu mörk Tottenham í kvöld. Liðin mætast svo í Lundúnum í næstu viku en sá leikur verður nánast formsatriði og mun Harry Redknapp, stjóri Tottenham, sjálfsagt hvíla sína sterkustu leikmenn í leiknum.

Eggert Gunnþór hefur verið fastamaður í liði Hearts á tímabilinu eins og undanfarin ár en sat sem fastast á bekknum í kvöld. Hann meiddist reyndar í síðasta leik liðsins. Eggert á afmæli í dag en hefur sjálfsagt upplifað þá marga skemmtilegri en í dag.

Enska B-deildarliðið Birmingham gerði markalaust jafntefli í sömu keppni við FH-banana í CD Nacional. Leikurinn fór fram í Portúgal en liðin mætast í Englandi í næstu viku.

Fyrr í dag vann Stoke 1-0 sigur á FC Thun í Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×