Innlent

Leigubílstjórinn: "Mér fannst þetta hálfskrýtið“

Hilmar Kristensson hefur verið leigubílsstjóri í 15 ár en aldrei upplifað nokkuð í starfi sem jafnast á við atburði morgundagsins.
Hilmar Kristensson hefur verið leigubílsstjóri í 15 ár en aldrei upplifað nokkuð í starfi sem jafnast á við atburði morgundagsins. Samsett mynd/Vísir
Hilmar Kristensson, leigubílsstjórinn sem kom að ungabarni sem hafði verið skilið eftir einsamalt í barnabílstól úti á gangstétt í morgun, segist hafa heyrt og séð ýmislegt á sínum 15 ára ferli sem leigubílsstjóri en aldrei upplifað neitt á borð við atburði morgunsins.

„Mér náttúrulega dauðbrá" segir Hilmar, sem var að þvo bílinn sinn á bílaplani í Vesturbænum þegar hann kom auga á barnabílstól sem sat á gangstéttinni hinum megin götunnar. „Ég labbaði yfir götuna að stólnum og sá að þar var barn í, sofandi."

Fyrstu viðbrögð Hilmars voru að athuga hvort stúlkan væri á lífi. Hann sagði að hún hefði verið köld viðkomu á höndum og í andliti, en svo skyndilega hafi hún hrokkið við og vaknað. „Svo beið ég þarna góða stund, hélt að fólkið væri þarna einhversstaðar inni í húsinu, en það kom enginn."

Eftir að hafa rætt málið við unga stúlku sem einnig var á staðnum, afréðu þau að ráðlegast væri að hringja á lögregluna, sem var fljót á staðinn að sögn Hilmars.

Mér fannst þetta hálfskrýtið. Það er náttúrulega mjög óvanalegt að lenda í svona, sérstaklega á þessum tíma nætur." segir Hilmar, en klukkan var korter gengin í sex þegar hann fann stúlkuna. Hann segir að hún hafi ekki grátið þegar hún vaknaði, þrátt fyrir að vera stödd úti á götu með ókunnugum manni. „Krakkinn hefur bara verið hissa á þessu öllu saman."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×