Innlent

Vetraráætlun Strætó tekur gildi á sunnudag

Vetraráætlun Strætó tekur gildi sunnudaginn 21. ágúst. Tíðni ferða eykst á flestum leiðum og verður svipuð og síðasta vetur.

Leiðir 1 og 6 munu aka á 15 mínútna fresti frá kl. 6:30 til 18:00 á virkum dögum í stað 30 mínútna í sumar.

Leiðir 2, 3, 4, 11, 12, 14 og 15 aka einnig á 15 mínútna fresti, en einungis á annatímum, frá klukkan 6:30 til 9:00 og 14:00 til 18:00 á virkum dögum.  

Tíðni ferða á virkum dögum verður aukin töluvert á leið 23 sem ekur um Sjálandshverfi í Garðabæ og Álftanes en ekki verður lengur ekið að Vífilsstöðum. Auk þess mun verða ekið á leið 23 á laugardögum.  

„Árstíðabundnar breytingar á akstri Strætó taka mið af eftirspurn farþega. Skólar starfa alla jafna ekki yfir sumartímann og því dregur almennt úr notkun strætó. Sumarleyfi á almennum vinnumarkaði hafa einnig áhrif. Eftirspurnin eykst vanalega í ágústmánuði og þess vegna er tíðnin þá aukin samkvæmt vetraráætlun. Þar fyrir utan hefur farþegafjöldinn hjá Strætó almennt verið að aukast," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.

Nánari upplýsingar um vetraráætlun Strætó er að finna á vefnum www.straeto.is og í síma 540 2700. Ný leiðabók fæst á öllum sölustöðum og kostar 50 krónu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×