Viðskipti erlent

Yfirvöld rannsaka S&P

Talsmaður S&P segir fyrirtækið muni vinna með ráðuneytinu og ekki spilla rannsókninni.
Talsmaður S&P segir fyrirtækið muni vinna með ráðuneytinu og ekki spilla rannsókninni.


Nú stendur yfir rannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á starfsemi matsfyrirtækisins Standard og Poor's (S&P) á árunum fyrir hrun. Ráðuneytið vonast til að finna næg sönnunargögn til að styðja þá getgátu að fyrirtækið hafi ekki starfað á faglegan hátt að öllu leyti

Rannsóknin beinist sérstaklega að því hvort sérfræðingar fyrirtækisins hafi nokkurntíma látið undan utanaðkomandi þrýstingi og gefið hærra lánshæfismat en tilefni var til

Rannsóknin, sem hófst áður en fyrirtækið lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum, er líkleg til að auka mjög á lætin í kringum það mál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×